Skip to content Skip to footer

Númi og Elín

Heildræn heilsa

Um okkur

Hjónin Elín og Númi hafa lengi verið viðriðin heilsu á einn eða annan hátt. Þau eiga þrjú börn saman og hafa samtvinnað fjölskyldulífinu vinnu sinni við að aðstoða fólk í átt að betri heilsu. Þau hafa bæði verið viðriðin íþróttir frá barnsaldri og hefur hreyfing og heilsusamlegur lífsstíll verið mikilvægur þáttur í lífi þeirra síðan. Eftir að hafa rekið heilsu- og líkamsræktarstöðvar í yfir áratug stofnuðu þau fyrirtækið Heildræn heilsa þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, einblínt er á heilsu út frá heildrænni nálgun þar sem jafnvægi þarf að vera á milli líkamlegra, andlegra og tilfinningalegra þátta. Elín og Númi vinna einkum með líkamlega þáttinn og aðstoða fólk í átt að betri heilsu með aukinni hreyfingu en einnig er áhersla á mikilvægi góðs nætursvefns og bætt mataræðis. Til að ná sem bestum árangri í átt að bættri heilsu er nauðsynlegt að komast að rót vandans og vinna út frá henni. Mikilvægt er að læra að þekkja eigin líkama og skilja hvernig allt líf okkar hefur áhrif á heilsuna. 

Hjá Heildrænni heilsu er boðið upp á þjónustu eins og ráðgjöf, þjálfun og nudd sem er til þess fallin að bæta almenna heilsu og auka vellíðan einstaklinga.

Númi

Númi hefur rekið heilsu- og líkamrsæktarstöð síðastliðin 12 ár. Hann er íþróttamaður í húð og hár, menntaður nuddari frá Nuddskóla Íslands og útskrifaður einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla Eleiko í Svíþjóð. Hann hefur lokið námi í Chi Nei Tsang orkunuddi ásamt því að vera búinn með fjöldan allan af námskeiðum er snerta á hreyfingu og þjálfun (Swami öndunartækni, Synergistics, Mobility námskeið, 3D námskeið, Ólý námskeið, námskeið í prógrammeringu, fimleika námskeið, ketilbjöllunámskeið o.fl.). Númi hefur gríðarlega mikla reynslu sem þjálfari eftir að hafa staðið á gólfinu í langan tíma en hann hefur einstaklega gott auga fyrir hreyfimynstri fólks. Númi hefur mikinn áhuga á að læra meira og bætir sífellt við sig þekkingu. Eitt af hans mottóum er “Ones you stop learning you stop living” en þannig hefur Númi einmitt þróast mikið sem þjálfari í gegnum árin. Hann er sem stendur í námi hjá CHEK Institute þar sem fókusinn er á heildræna nálgun í þjálfun.

Elín

Elín er stjórnmálafræðingur að mennt með mastersgráðu í alþjóðasamskiptum en hefur alla tíð haft gífurlegan áhuga á almennri heilsu og öllu henni tengdu. Elín hefur æft íþróttir frá barnæsku og tók þátt í keppnum fram á fullorðinsár. Hún hóf þjálfaraferil sinn sem spinningkennari samhliða háskólanámi en eftir nokkur ár í skrifstofustarfi mætti Elín aftur inn í heilsugeirann þegar hún ásamt fleirum opnaði heilsu- og líkamsræktarstöðina Grandi101. Þar sá hún um almennan rekstur fyrirtækisins ásamt því að starfa sem einka- og hóptímaþjálfari og yin yoga kennari. Elín hefur sótt ólík námskeið, m.a. þjálfarnámskeið hjá Eleiko í Svíþjóð, námskeið í ólympískum lyftingum og fimleikaæfingum, ketilbjöllunámskeið, 3D námskeið, meðgöngu- og mæðranámskeið, Yin Yoga námskeið og námskeið í heildrænni heilsu fyrir konur. Elínu finnst mikilvægt að horfa á heilsu út frá heildrænni nálgun þar sem hreyfing, mataræði, svefn og andlegt jafnvægi skiptir allt miklu máli. Elínu finnst fátt skemmtilegra en að vera í kringum fólk og elskar að aðstoða fólk við að ná markmiðum sínum í átt að bættri heilsu.